ráðstefna.

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands efnir árlega til ráðstefnu um góða stjórnarhætti í samvinnu við ViðskiptaAkademíuna og NASDAQ á Íslandi. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Fjöldi fyrirtækja hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila á stjórnarháttum og Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum. 

Þema ráðstefnunnar er Hæfni og hæfi stjórnarmanna. Sérstaklega verður fagnað að ViðskiptaAkademían í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti og Nasdaq á Íslandi hefur útskrifað 100 viðurkennda stjórnarmenn úr námskeiðinu Góðir stjórnarhættir.  

 

Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 11. apríl (8:30 - 12:00) 2018 í Háskóla Íslands.